Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 26. apríl 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Viðræður hefjast eftir síðasta leik tímabilsins
Mynd: EPA
Framtíð David Moyes hjá West Ham United verður ekki ákveðin fyrr en eftir að núverandi tímabili lýkur, en liðið er í harðri baráttu um sæti í evrópukeppni fyrir næstu leiktíð.

Hamrarnir komust í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar á dögunum en töpuðu þar gegn Bayer Leverkusen eftir umdeildan seinni leik í London, þar sem Moyes og lærisveinar hans voru ósáttir með dómgæsluna.

   19.04.2024 08:30
Moyes mjög ósáttur - „Hefði átt að læra spænskuna betur"


Moyes er nýorðinn 61 árs gamall og verður samningslaus eftir tímabilið, en hávær hluti stuðningsmannahóps West Ham vill sjá hann vera rekinn úr starfi þrátt fyrir að hafa leitt félagið til sigurs á langþráðum Evróputitli í fyrra.

„Það sem skiptir máli er að allir aðilar séu sáttir. Við munum setjast við samningaborðið eftir að leiktíðinni lýkur og getum séð til hvað gerist í kjölfarið af því," sagði Moyes í dag. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Ég og stjórn félagsins erum sammála um að besti tíminn fyrir nýjar viðræður sé eftir að keppnistímabilinu lýkur."

Sky Sports og fleiri miðlar á Bretlandseyjum halda því þó fram að David Sullivan, eigandi West Ham, sé þegar búinn að setja sig í samband við nokkra einstaklinga sem gætu tekið við þjálfun liðsins. Þar eru Rúben Amorim og Julen Lopetegui helst nefndir til sögunnar.

Lokaleikur West Ham verður 19. maí gegn núverandi Englandsmeisturum Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner