Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. nóvember 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Kolarov: Stuðningsmenn vita ekki mikið um fótbolta
Kolarov fagnar marki.
Kolarov fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Kolarov, varnarmaður Roma, hefur skotið á stuðningsmenn liða og sagt að þeir viti ekki mikið um fótbolta.

Stuðningsmenn Roma gagnrýndu leikmenn liðsins eftir 1-0 tap gegn Udinese um helgina. Kolarov svaraði fyrir sig á fréttamannafundi í dag.

„Ég þarf ekki að lofa stuðningsmönnum neinu. Þeir hafa allan rétt á að vera reiðir en ég veit að ég er að sinna starfi mínu sem best, eins og ég hef gert frá því að ég byrjaði að spila fótbolta," sagði Kolarov.

„Stuðningsmenn geta komið með sínar skoðanir á vellinum en þeir verða líka að átta sig á því að þeir vita ekki mikið um fótbolta. ég er ekki bara að tala um stuðningsmenn Roma heldur stuðningsmenn yfir höfuð."

„Ég elska tennis og körfubolta en ég myndi aldrei dirfast til að segja [Novak] Djokovic hvernig hann á að spila. Fólk talar of mikið og eyðir tímanum án þess að segja eitthvað merkilegt."

Athugasemdir
banner
banner
banner