Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. janúar 2019 09:27
Magnús Már Einarsson
Christian Pulisic til Chelsea (Staðfest)
Klárar tímabilið á láni hjá Dortmund
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur keypt bandaríska sóknarmiðjumanninn Christian Pulisic frá Borussia Dortmund á 58 milljónir punda.

Pulisic klæðist þó ekki bláu treyjunni fyrr en í sumar því Chelsea hefur lánað hann aftur til Dormtund út tímabilið.

Hinn tvitugi Pulisic var einnig á óskalista Liverpool en Chelsea hefur nú tryggt sér þjónustu hans.

„Það var alltaf draumur Christian að spila í ensku úrvalsdeildinni. Það var út af amerískum bakgrunni hans og því gátum við ekki framlengt samning hans," sagði Michael Zorc yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund.

Hinn tvítugi Pulisic hefur verið í umræðunni undanfarin ár en hann varð árið 2016 yngsti erlendi leikmaðurinn til að skora í þýsku Bundesligunni.

Pulisic er einnig yngsti leikmaðurinn sem hefur spilað með landsliði Bandaríkjanna í undankeppni HM.

Pulisic er fjölhæfur sóknarmaður en hann getur spilað fremst á miðjunni sem og á vængjunum.

Eden Hazard hefur ítrekað verið orðaður við Real Madrid en samningur hans hjá Chelsea rennur út sumarið 2020. Sumir telja að Hazard verði seldur í sumar og að Pulisic eigi þá að fylla skarð hans.
Athugasemdir
banner
banner