Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. janúar 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tommy Docherty látinn
1928-2020.
1928-2020.
Mynd: Getty Images
Tommy Docherty, fyrrum stjóri Manchester United og fyrrum landsliðsþjálfari Skotlands, er látinn, 92 ára að aldri, eftir langa baráttu við veikindi.

Docherty fæddist í Glasgow í Skotlandi og spilaði á leikmannaferlinum meira en 300 leiki fyrir Preston, ásamt því að spila 25 landsleiki fyrir Skotland.

Hann stýrði 12 félagsliðum, hann vann deildabikarinn með Chelsea 1965 og stýrði Man Utd til sigurs í FA-bikarnum 1977.

Man Utd féll úr efstu deild England undir stjórn Docherty 1974 en félagið sýndi honum traust og hann kom því aftur í efstu deild. United vann svo sterkt lið Liverpool í úrslitaleik FA-bikarsins þremur árum síðar.

Docherty var rekinn frá Rauðu djöflunum stuttu eftir glæstan sigur í FA-bikarnum þar sem upp komst um ástarsamband hans við Mary Brown, eiginkonu eins af sjúkraþjálfurum United. Docherty giftist Brown og voru þau saman til æviloka hans.

Docherty var tekinn inn í heiðurshöll Skotland árið 2013.

Í yfirlýsingu kemur fram að Docherty hafi látist á friðsamlegan hátt umvafinn fjölskyldu sinni. „Hann var elskaður eiginmaður, faðir og afi. Hans verður sárt saknað."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner