Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. maí 2022 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pickford: Þetta er vinnan mín
Mynd: EPA

Jordan Pickford var maður leiksins er Everton náði í gífurlega dýrmæt stig gegn Chelsea í dag.


Everton tók forystuna í upphafi síðari hálfleiks og getur liðið þakkað Pickford fyrir að halda henni með mögnuðum markvörslum. 

Pickford átti sérstaklega eina tvöfalda markvörslu sem var í algjörum heimsklassa.

„Þetta var heimsklassa markvarsla hjá honum og við sjáum þetta á hverri æfingu. Það er ástæða fyrir því að hann er númer 1 hjá enska landsliðinu," sagði Seamus Coleman, fyrirliði Everton, og tók Frank Lampard undir áður en Pickford svaraði spurningum.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég er hérna. Þetta er liðsíþrótt sem snýst um að ná í þrjú stig og ég hjálpaði liðinu að ná í stigin í dag. Þetta er vinnan mín," sagði Pickford.

„Núna þurfum við að halda okkur á jörðinni og halda áfram að berjast fyrir lífi okkar í hverjum leik."

Everton er áfram í fallsæti þrátt fyrir sigur, tveimur stigum frá öruggu sæti en með leik til góða á næstu lið fyrir ofan.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner