Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2022 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel: Við þurfum lýtaaðgerð í sumar
Mynd: EPA

Thomas Tuchel býst við erfiðu sumri við stjórnvölinn hjá Chelsea þar sem félagið má ekki kaupa leikmenn eða gera nýja samninga fyrr en eigendaskiptin ganga í gegn. Roman Abramovich neyðist til að selja Chelsea frá sér vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.


Chelsea missir varnarmennina Antonio Rudiger og Andreas Christensen á frjálsri sölu í sumar og telur Tuchel leikmannahópinn sinn þurfa 'lýtaaðgerð' í kjölfarið, aðgerð sem ekki verður hægt að framkvæma fyrr en nýir eigendur taka við stjórn.

„Við þurfum lýtaaðgerð í sumar. Það er mjög erfitt að missa gæðaleikmenn eins og Rudiger og Christensen án þess að fá neinn inn í staðinn. Þetta verður virkilega, virkilega erfitt sumar," sagði Tuchel.

„Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa þau skilaboð frá mér að ég er ekki á leið í burtu. Ég er skuldbundinn Chelsea og hlakka mikið til framtíðarinnar hérna."


Athugasemdir
banner
banner
banner