Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. nóvember 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool fylgist með varnarmanni Ajax - Jones á förum?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðurpakkinn er í boði Powerade. Það er BBC sem tekur saman.



Inter er tilbúið að selja Christian Eriksen (28). AC, Roma og Lazio hafa áhuga. Daninn er talinn kosta um 18 milljónir punda. (Calciomercato)

Neymar hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að vera áfram hjá PSG og skrifa undir nýjan samning. Þessi 28 ára sóknarmaður rennur út á samningi sumarið 2022. (Mirror)

Phil Jones (28) óttast að mögulegt lán til Burnley frá Manchester United sé í lausu lofti þar sem verið er að kaupa Burnley. (Star)

Isco (28) vill fara til Everton þar sem hann hittir fyrir sinn fyrrum stjóra, Carlo Ancelotti, og fyrrum liðsfélaga, James Rodriguez. (Mirror)

Anel Ahmedhodzic (21) miðvörður Malmö er sagður undir smásjá Chelsea. Anel kostar um 8 milljónir punda. (Expressen)

Liverpool fylgist með Perr Schurrs (20) varnarmanni Ajax eftir viðureign liðanna á dögunum. (Mirror)
Athugasemdir
banner