Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Bommel tekinn við Wolfsburg (Staðfest)
Mynd: EPA
Mark van Bommel er nýr stjóri Wolfsburg og skrifar undir tveggja ára samning.

Van Bommel er 44 ára gamall. Hann lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir farsælan feril. Hann lék með Fortuna Sittard, PSV, Barcelona, Bayern Munchen og AC Milan auk þess að leika 79 landsleiki.

Árið 2018 hóf hann þjálfaraferilinn og var þá aðstoðarþjálfari ástralska landsliðsins. Seinna það ár tók hann svo við PSV og stýrði aðalliðinu í rúma leiktíð eða þar til hann var rekinn í desember 2019.

Oliver Glasner stýrði Wolfsburg síðustu ár og skilaði liðinu í 4. sætið í vor. Hann var tilkynntur sem stjóri Frankfurt í maí.
Athugasemdir
banner