Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. september 2022 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sísí Lára á förum? - „Ég held að hún sé að nálgast guðatöluna"
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, hefur verið gríðarlega mikilvæg í leik Fimleikafélagsins í sumar.

FH er búið að tryggja sér upp úr Lengjudeildinni og verður í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

En verður Sísí Lára með þeim þar?

Rætt var um málið í Heimavellinum, en sögusagnir hafa verið á kreiki um að miðjumaðurinn öflugi sé á leið í uppeldisfélag sitt, ÍBV. Hún er allavega að flytja búferlum aftur til Vestmannaeyja.

„Getur maður búið í Eyjum og spilað á Íslandi?" spurði Mist Rúnarsdóttir í léttum tón. „Sísí Lára er orðin drottning í FH, bæði inn á vellinum og í klefanum. Ég held að hún sé að nálgast guðatöluna."

„Hún er búin að vera mjög góð. Hún er límið á miðsvæðinu og í liðinu," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir.

Það er lykilatriði fyrir FH að halda í hana næsta sumar. „FH hlýtur að gera allt sem þau geta. Ef hún fer þá verða þau að sækja virkilega góðan miðjumann í staðinn."

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Mætum og klárum dauðafærið!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner