Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. janúar 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Bergmann á lista yfir efnilegustu leikmenn heims
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er án vafa skærasta stjarna Íslands en hann lét ljós sitt skína með Norrköping sem leikur í efstu deild sænska boltans.

Þessi miðjumaður gerði frábæra hluti hjá Norrköping og vakti athygli stórliða víða um Evrópu. Ísak Bergmann er aðeins 17 ára gamall og vann sér inn byrjunarliðssæti hjá Norrköping auk þess að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Frammistaða Ísaks hefur vakið mikla athygli og er hann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims. UEFA birti listann í gærkvöldi þar sem aðeins leikmenn 21 árs og yngri koma til greina.

Á listanum má finna leikmenn á borð við Curtis Jones hjá Liverpool, Wesley Fofana hjá Leicester og Jens Petter Hauge hjá AC Milan. Jude Bellingham (Dortmund), Amad Diallo (Man Utd) og Takefusa Kubo (Real Madrid) eru einnig á listanum.

Sjá listann í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner