Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vökvuðu ekki á æfingasvæði Arsenal fyrir leikinn gegn Burnley
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var ekki sáttur með ásigkomulagið á Turf Moor, heimavelli Burnley, í gær. Arsenal gerði markalaust jafntefli við Burnley.

Arsenal hefur nú gert jafntefli í fimm af þeim sjö deildarleikjum sem Arteta hefur stýrt liðinu í.

„Aðstæðurnar voru erfiðar," sagði Arteta eftir jafnteflið í gær. „Grasið var langt og það var ekki vökvað. Það er gott að spila á þannig velli í fótbolta."

Arteta segist hafa undirbúið sitt lið á æfingasvæðinu vel út af vellinum hjá Burnley.

„Við vökvuðum ekki völlinn á æfingasvæðinu á æfingunni fyrir leik því ég bjóst við þessu, en það þýðir ekki að það hafi verið auðveldara að spila leikinn."

„Þeir (Burnley) gera það sem þeir gera mjög vel. Stundum var það ekki grasið, heldur gæði þeirra og það sem þeir gera mjög vel."

Sjá einnig:
Arteta: Þurfum að gera betur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner