Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. september 2021 11:46
Elvar Geir Magnússon
Ágúst Gylfason hættir þjálfun Gróttu eftir tímabilið (Staðfest)
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Knattspyrnudeild Gróttu og Ágúst Gylfason hafa ákveðið í sameiningu að Ágúst láti af störfum fyrir félagið eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur. Félagið mun að tímabilinu loknu kveðja Ágúst með virktum og söknuði og óskar honum velfarnaðar í hans störfum í framtíðinni," segir í tilkynningu Gróttu.

Ágúst tók við Gróttu fyrir síðasta tímabil en liðið var þá í Pepsi Max-deildinni, það var fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Grótta endaði í ellefta sæti og féll.

Grótta er núna í fimmta sæti Lengjudeildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.

„Þótt Grótta hafi fallið úr deildinni, stóð liðið sig vel við erfiðar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. Á yfirstandandi keppnistímabili í Lengjudeild karla hefur Gróttuliðið leikið vel og árangurinn ágætur, þótt herslumun hafi vantað svo liðið blandaði sér af fullum þunga í toppbaráttu deildarinnar," segir í tilkynningu Gróttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner