Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 11:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnið var ekki skilaboð til Koeman
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid vann Barcelona í gær með tveimur mörkum gegn engu.

Luis Suarez leikmaður Atletico og fyrrum leikmaður Barcelona er mikið í sviðsljósinu eftir leikinn. Hann skoraði annað markið og lagði upp hitt.

Hann fagnaði markinu sínu með því að setja hendina við eyrað eins og hann væri í símanum. Fólk fór að leggja saman tvo og tvo og gerði ráð fyrir því að hann væri að gera lítið úr símtali sem hann átti við Ronald Koeman stjóra Barcelona þegar stjórinn tilkynnti honum að hann mætti fara frá Barcelona.

Hann sagði í viðtali eftir leikinn að svo væri ekki. „Þetta var fyrir fólkið sem veit að ég er með sama númerið svo þau viti að ég er enn í símanum. Þetta var eitthvað sem við krakkarnir mínir sömdum um."

Hann hefur engar slæmar tilfinningar til Barcelona og vildi ekki fagna markinu sínu í gær mikið.
Athugasemdir
banner
banner