Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Arsenal og Man Utd geta tryggt toppsætin
Arsenal mætir Zürich
Arsenal mætir Zürich
Mynd: EPA
Man Utd spilar við Real Sociedad
Man Utd spilar við Real Sociedad
Mynd: EPA
Fer Stefán Teitur áfram?
Fer Stefán Teitur áfram?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildar Evrópu fer fram í kvöld en Arsenal og Manchester United eiga bæði möguleika á að tryggja toppsætin.

Arsenal þarf að vinna gegn Zürich á Emirates-leikvanginum til að vinna A-riðil. Liðið er með 13 stig, einu stigi á undan PSV sem mætir Alfons Sampsted og hans mönnum í Bodö/Glimt.

Manchester United mun þá berjast við Real Sociedad í E-riðli en Sociedad er á toppnum með 15 stig, þremur stigum meira en United. Það dugir United að vinna með tveimur mörkum á Spáni til að taka toppsætið.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland þurfa bara sigur gegn Sturm Graz til að komast áfram. Það breytir í raun engu máli hvernig leikur Lazio og Feyenoord fer.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í Rauðu stjörnunni þurfa sigur gegn Mónakó í H-riðli. Liðið er á botninum með 6 stig, en Trabzonspor er sæti ofar með betri markatölu. Markatala gæti ráðið öllu á morgun.

Í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu er spenna. Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Silkeborg eru í 2. sæti með 6 stig, einu stigi meira en Anderlecht en þessi lið eigast við í kvöld. West Ham, sem er í sama riðli, er búið að tryggja sig áfram.

Leikir dagsins:

A-riðill
20:00 Arsenal - Zurich
20:00 Bodo-Glimt - PSV

B-riðill
20:00 Dynamo K. - Fenerbahce
20:00 Rennes - AEK Larnaca

C-riðill
20:00 Betis - HJK Helsinki
20:00 Roma - Ludogorets

D-riðill
20:00 St. Gilloise - Union Berlin
20:00 Braga - Malmo FF

E-riðill
17:45 Real Sociedad - Man Utd
17:45 Sheriff - Omonia

F-riðill
17:45 Midtjylland - Sturm
17:45 Feyenoord - Lazio

G-riðill
17:45 Olympiakos - Nantes
17:45 Qarabag - Freiburg

H-riðill
17:45 Trabzonspor - Ferencvaros
17:45 Mónakó - Rauða stjarnan

Sambandsdeildin:

A-riðill
15:30 Rigas FS - Fiorentina
15:30 Istanbul Basaksehir - Hearts

B-riðill
20:00 Steaua - West Ham
20:00 Silkeborg - Anderlecht

C-riðill
20:00 Lech - Villarreal
20:00 Hapoel Beer Sheva - Austria V

D-riðill
20:00 Partizan - Slovacko
20:00 Köln - Nice

E-riðill
17:45 Apollon Limassol - Vaduz
17:45 AZ - Dnipro

F-riðill
17:45 Djurgarden - Shamrock
17:45 Gent - Molde

G-riðill
17:45 Slavia Prag - Demir Grup Sivasspor
17:45 Cluj - Ballkani

H-riðill
17:45 Zalgiris - Slovan
17:45 Pyunik - Basel
Athugasemdir
banner
banner