Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 04. janúar 2021 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Enski boltinn heldur áfram þrátt fyrir hert samkomubann
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, ávarpaði þjóðina í kvöld og tilkynnti um leið hert samkomubann vegna aukningu í smitum í landinu. Samkomubannið mun þó ekki hafa áhrif á enska boltann.

Þetta er í þriðja sinn sem Johnson tilkynnir um samkomubann en fyrsta samkomubannið var sett á í mars og var þá enski boltinn settur á ís.

Enska úrvalsdeildin fór ekki aftur af stað fyrr en í júni og var um tíma ekki ljóst hvort tímabilið yrði klárað. Eftir langar viðræður var hins vegar ákveðið að klára það og var það gert í júní og júlí.

Leikmenn fá að æfa áfram og spila íþróttir og því ljóst að áhangendur ensku úrvalsdeildarinnar þurfa ekkert að óttast.

Enski boltinn heldur áfram þrátt fyrir samkomubannið en tæplega 55 þúsund ný smit voru greind á Bretlandseyjum síðasta sólarhringinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner