Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. mars 2024 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Man Utd efast um að Ten Hag verði áfram á næsta tímabili
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United eru farnir að efast um að Erik ten Hag verði áfram stjóri félagsins á næstu leiktíð en þetta kemur fram í grein Daily Mail.

Samkvæmt frétt Mail nýtur Ten Hag stuðnings leikmannahópsins þó einhverjir leikmenn hafi kvartað yfir of mikilli ákefð á æfingum hollenska stjórans.

Leikmenn eru samt farnir að efast um að Ten Hag verði áfram með liðið á næstu leiktíð og telja að Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi félagsins, ætli að finna nýjan stjóra í sumar.

Ten Hag hefur áður sagt að hann og Ratcliffe séu á sömu blaðsíðu og með svipaðar hugmyndir varðandi stefnu liðsins, en hann á þó að hafa tjáð þjálfaraliði sínu að hann væri óviss um framtíð sína hjá félaginu.

Manchester United fékk Omar Berrada á dögunum frá Manchester City en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra og þá er unnið að því að fá Dan Aswhorth til að taka við sem yfirmaður íþróttamála, en United gæti þurft að greiða allt að 20 milljónir punda fyrir þau skipti. Búist er við að United taki síðan ákvörðun varðandi Ten Hag í sumar.

Hollendingurinn gæti mögulega haldið starfi sínu ef hann vinnur enska bikarinn og nær Meistaradeildarsæti. Fimmta sætið gæti dugað til að komast í Meistaradeildina, en England er talið afar líklegt að fá fá fimm sæti í keppnina fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner