Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte sagður vilja byrja á að taka leikmann frá Inter
Mynd: EPA
Antonio Conte er í viðræðum við Tottenham um að gerast nýr stjóri félagsins. Jose Mourinho var rekinn í apríl og síðan þá hefur Ryan Mason stýrt liðinu til bráðabirgða.

Miklar líkur eru á því að Tottenham og Conte nái saman um kaup og kjör og eru sögur þegar farnar að berast varðandi hvaða leikmenn Conte vill fá til Tottenham.

Samkvæmt heimildum Football Insider vill Conte byrja á því að krækja í miðvörðinn Stefan de Vrij frá Inter. Conte hætti sem stjóri Inter eftir tímabilið, eftir að hafa stýrt liðinu til fyrsta meistaratitilsins í áratug.

De Vrij er sagður kosta um 45 milljónir punda. Hann er sagður vera ofar á lista en samherji sinn, Milan Skriniar, að mati Conte.
Athugasemdir
banner