Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. júní 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd blandar sér í baráttuna um Eriksen
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er komið í baráttuna um danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. Þetta kemur fram í Mirror.

Þessi þrítugi sóknartengiliður er einn heitasti biti sumarsins en hann yfirgefur Brentford í lok mánaðarins og er því frjálst að finna sér nýtt félag.

Eriksen gekk í raðir Brentford í byrjun árs og gerði samning út tímabilið en markmið hans var að koma sér í leikform eftir að hafa ekki spilað í hálft ár.

Leikmaðurinn fór í hjartastopp í fyrsta leik danska landsliðsins á Evrópumótinu gegn Finnlandi síðasta sumar og var vart hugað líf en eftir ítrekaðar endurlífgunartilraunir fór hjarta hans aftur í gang og tók við erfið endurhæfing.

Bjargráður var græddur í Eriksen og neyddist hann því til að rifta samningi sínum við ítalska félagið Inter en samkvæmt reglunum má ekki spila með bjargráð í Seríu A.

Eriksen átti stórkostlegt tímabil með Brentford og var með bestu mönnum liðsins en mörg félög leitast nú eftir því að fá hann, þar á meðal Manchester United, sem hefur nú ákveðið að blanda sér í baráttuna.

Paul Pogba, Jesse Lingard, Nemanja Matic og Juan Mata eru allir farnir frá United og þarf félagið að styrkja sig verulega á því svæði og er Eriksen ofarlega á lista hjá Erik ten Hag, nýjum stjóra félagsins. Þeir félagar þekkjast vel og fékk Eriksen meðal annars að æfa hjá Ajax til að koma sér í leikform undir lok síðasta árs.

Tottenham Hotspur og Everton eru einnig áhugasöm um Eriksen sem hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð sína.
Athugasemdir
banner