Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. september 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino sér eftir gömlum ummælum um Barcelona
Mynd: Getty Images
Argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino var orðaður sterklega við Barcelona í sumar en spænska stórveldið ákvað að ráða hollenska landsliðsþjálfarann Ronald Koeman, sem er goðsögn hjá Barca eftir dvöl sína hjá félaginu frá 1989 til 1995.

Ýmsir fjölmiðlar halda því fram að Pochettino hefði fengið starfið ef stuðningsmenn Barca væru ekki með andúð á honum eftir dvöl hans við stjórnvölinn hjá Espanyol, nágrannaliði Barca.

Á einhverjum tímapunkti var Pochettino spurður hvort hann myndi nokkurn tímann taka við Barcelona og svaraði hann því neitandi, hann myndi frekar flytja aftur á bóndabýlið í Argentínu heldur en að taka við Börsungum.

Þessi ummæli fóru ekki vel í stuðningsmenn Barca og sér Pochettino, sem kom Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019, eftir þeim.

„Ég held að þessi ummæli hafi snúið stuðningsmönnum Barca gegn mér, stuðningsmennirnir myndu ekki samþykkja mig. Ég fékk þó aldrei tilboð um að taka við Barca svo það sé á hreinu," sagði Pochettino við 90 Minutos.

„Það var rangt af mér að tala svona harðlega gegn Barcelona. Ég ýkti ummælin til þess að gera stöðu mína skýra. Allir sem þekkja mig vita samt að það væri erfitt fyrir mig að tengja nafn mitt við Barcelona. Sumir hlutir passa ekki saman."
Athugasemdir
banner
banner
banner