Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 14:34
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Arsenal: Antony og Zinchenko byrja
Mynd: Getty Images

Manchester United tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í enska boltanum.


Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þessa viðureign í ár og er hún aðeins byrjuð að minna á mikilvægi gömlu viðureigna þessa félaga þegar þau börðust um Englandsmeistaratitilinn á hverju tímabili.

Man Utd er með þrjá sigra í röð á meðan Arsenal hefur unnið alla fimm fyrstu leiki tímabilsins og er á toppi deildarinnar með leik til góða á næstu lið.

Báðir stjórar gera aðeins eina breytingu á milli leikja eftir sigra í miðri viku. Man Utd lagði Leicester á meðan Arsenal hafði betur gegn Aston Villa.

Brasilíski kantmaðurinn Antony er klár í slaginn og fer beint inn í byrjunarliðið hjá Rauðu djöflunum fyrir nafna sinn Anthony Elanga sem sest á bekkinn.

Oleksandr Zinchenko snýr aftur í byrjunarliðið hjá Arsenal og fer Kieran Tierney á bekkinn. Sambi Lokonga spilar aftur við hlið Granit Xhaka á miðjunni í fjarveru Thomas Partey.

Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Malacia, McTominay, Eriksen, Fernandes, Antony, Sancho, Rashford.
Varamenn: Heaton, Dubravka, Lindelof, Maguire, Ronaldo, Fred, Casemiro, Shaw, Elanga.

Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Lokonga, Xhaka, Odegaard, Saka, Martinelli, Jesus.
Varamenn: Turner, Tierney, Smith Rowe, Nketiah, Holding, Cedric, Tomiyasu, Vieira, Marquinhos.


Athugasemdir
banner
banner
banner