Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. október 2021 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan í þjálfaraleit - Toddi í annað starf (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er í þjálfaraleit þar sem Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn í starf rekstrarstjóra knattspyrnudeildar hjá félaginu. Stjarnan tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Toddi samdi við Stjörnuna eftir síðasta tímabil og var í teymi með Rúnari Páli Sigmundssyni en tók svo einn við sem aðalþjálfari liðsins þegar Rúnar Páll Sigmundsson hætti óvænt þjálfun liðsins.

Undir stjórn Todda endaði Stjarnan í sjöunda sæti með 22 stig. Liðið byrjaði mótið mjög illa og var með þrjú stig í botnsæti deildarinnar eftir sjö umferðir.

„Ég hef notið tímans vel og þó svo að tímabilið hafi gengið upp og ofan þá er Stjarnan öflugt félag með ótrúlega sterkan kjarna starfsmanna og sjálfboðaliða sem hafa búið til umgjörð í kringum fótboltann í Garðabæ sem er eftirsóknarvert umhverfi að starfa í."

„Það kemur oft best í ljós þegar menn lenda í brekku úr hverju þeir eru gerðir og það var algerlega til fyrirmyndar hvernig félagið hélt á sínum málum núna í sumar og ég veit að sú stefna sem er til staðar er líkleg til afreka enda efniviðurinn nægur og kjarni liðsins öflugur,"
segir Toddi.

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var talað um að Stjarnan hafi talið að Ólafur Jóhannesson tæki við liðinu en Ólafur náði á endanum samkomulagi við FH um nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner