Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp vildi tap frekar en jafntefli
Milner fór meiddur af velli snemma leiks.
Milner fór meiddur af velli snemma leiks.
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp er stoltur af ungum leikmönnum Liverpool sem höfðu betur í nágrannaslag gegn Everton í enska bikarnum í dag.

Everton tefldi fram sterku byrjunarliði og stjórnaði fyrri hálfleiknum en varalið Liverpool tók völdin í síðari hálfleik og skóp sigurinn.

„Krakkarnir voru ótrúlega hugrakkir og þeir fullorðnu líka. Adam Lallana átti ótrúlegan leik og Joe Gomez stjórnaði vörninni í fyrsta sinn á ævinni," sagði Klopp stoltur.

„Stórkostlegur leikur og magnað mark frá alvöru 'Scouser' - hver gæti beðið um eitthvað meira? Ég er svo ánægður með frammistöðu strákanna, þeir telja sig eiga heima í þessu liði og það sást.

„Eina sem ég vildi ekki var jafntefli. Við urðum að taka áhættu og það skilaði sér."

Athugasemdir
banner
banner