Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Nær Bayern að koma til baka?
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane og félagar í Bayern eru 1-0 undir gegn Lazio.
Harry Kane og félagar í Bayern eru 1-0 undir gegn Lazio.
Mynd: Getty Images
PSG er í fínum málum eftir 2-0 sigur í fyrri leik sínum gegn Sociedad.
PSG er í fínum málum eftir 2-0 sigur í fyrri leik sínum gegn Sociedad.
Mynd: EPA
Í kvöld klárast fyrstu einvígin í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Ingólfur Sigurðsson

Bayern München 2 - 1 Lazio
Ég neita að trúa öðru en að Bayern rífi sig í gang á heimavelli. Kane skorar eitt. Þetta fer í framlengingu, jafnvel vító, þar sem Bayern mun standa uppi sem sigurvegari. Þetta verður þó engan veginn sannfærandi hjá heimamönnum.

Real Sociedad 1 - 0 PSG
PSG er í góðri stöðu fyrir þennan leik og í rauninni er formsatriði fyrir þá að klára þennan leik. Það verður 0-0 framan af í mjög bragðdaufum leik, alveg þangað til í uppbótartíma þegar Baskarnir lauma inn sigurmarki með skalla eftir hornspyrnu. Ég hlakka til að missa af þessum leik.

Viktor Unnar Illugason

Bayern München 2 - 1 Lazio
Tímabilið undir hjá Bayern. Þeir munu vinna þennan leik 2-1 og fara með hann í framlengingu. Því miður fyrir Lazio er útivallamark hætt að telja. Bayern vinnur þetta svo með marki frá Kane þegar allt útlit er fyrir vító.

Real Sociedad 0 - 2 PSG
Þetta einvígi er búið og PSG klárar þennan leik þægilega. Mark í sitt hvorum hálfleiknum.

Fótbolti.net - Aksentije Milisic

Bayern München 3 - 1 Lazio
Þjóðverjarnir hafa verið að spila illa að undanförnu en þeir fara áfram úr þessu einvígi. Lazio er með meðallið og Harry Kane skorar allavega eitt í 3-1 sigri og Bayern sleppur við framlengingu.

Real Sociedad 1 - 1 PSG
PSG er í fínum málum eftir fyrri leikinn en það kemur skjálfi í þá þegar Sociedad kemst í forystu. PSG nær hins vegar að jafna leikinn nokkuð fljótt og drepa alla spennu og fer liðið nokkuð þægilega í 8-liða úrslitin.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 11
Fótbolti.net - 9
Ingólfur Sigurðsson - 5
Athugasemdir
banner
banner
banner