Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona hafnaði tveimur stórum tilboðum í Araujo
Ronald Araujo.
Ronald Araujo.
Mynd: Getty Images
Barcelona er sagt hafa hafnað tveimur stórum tilboðum frá Bayern München í varnarmanninn Ronald Araujo í janúarglugganum síðasta.

Araujo var sterklega orðaður við Bayern München í janúar og núna segir Mundo Deportivo að þýska stórveldið hafi lagt fram tvö tilboð í leikmanninn í janúar.

Fyrra tilboðið var upp á 70 milljónir evra og hefði það getað hækkað upp í 90 milljónir evra. Seinna tilboðið var svipað en Barcelona hefði þá borgað 80 milljónir evra og 10 milljónir evra ofan á það í árangurstengdar greiðslur.

Barcelona er núna að vinna við það að framlengja samning Araujo en núgildandi samningur hans rennur út árið 2026.

Það er óvíst hvort Bayern muni reyna aftur við Araujo í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner