Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. mars 2024 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Arnór lagði upp jöfnunarmarkið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 61. mínútu er Blackburn Rovers var 0-1 undir á heimavelli gegn Millwall í Championship deildinni í kvöld.

Það tók hann aðeins tvær mínútur að láta til sín taka, þar sem hann lagði upp jöfnunarmark Blackburn.

Lokatölur urðu 1-1 og er Blackburn áfram í fallbaráttu, aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu. Arnór og félagar eiga 40 stig eftir 36 umferðir, alveg eins og Millwall.

Botnlið Rotherham steinlá gegn Coventry og er svo gott sem fallið niður um deild, en þar fyrir ofan er gríðarlega jafnt á milli liða og er raunin sú að hálf deildin er í fallhættu.

Sheffield Wednesday vann fjórða deildarleikinn sinn í röð í fallbaráttunni á meðan Leeds United lagði fallbaráttulið Stoke City að velli þökk sé marki frá Daniel James.

Jamie Vardy gerði þá sigurmark Leicester City í Sunderland og reyndist þetta mikilvægur sigur eftir þrjá tapleiki í röð í deildinni, en Leicester er með þriggja stiga forystu á toppinum.

Ipswich er í öðru sæti eftir frábæran endurkomusigur gegn Bristol City, þar sem gestirnir frá Bristol tóku forystuna í tvígang og klúðruðu heimamenn vítaspyrnu á lokakaflanum, áður en Leif Davis skoraði sigurmark á 89. mínútu.

Davis lagði bæði jöfnunarmörkin upp fyrir Ipswich og var því hetja heimamanna í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson kom að lokum inn af bekknum í 2-2 jafntefli hjá Bolton á útivelli gegn Barnsley er liðin mættust í toppbaráttu League One deildarinnar, sem er þriðja efsta deild á Englandi.

Jón Daði kom inn á 79. mínútu en það var Randell Williams sem gerði jöfnunarmark Bolton þegar hann fylgdi eftir misheppnaðri vítaspyrnu seint í uppbótartíma, eða á 98. mínútu. Þetta dramatíska jöfnunarmark tryggir annað sætið fyrir Bolton í bili, sem er með 70 stig eftir 36 umferðir. Liðið er aðeins einu stigi fyrir ofan Derby County og þremur fyrir ofan Barnsley, sem á leik til góða.

Blackburn 1 - 1 Millwall
0-1 Michael Obafemi ('54 )
1-1 Sammie Szmodics ('63 )

Coventry 5 - 0 Rotherham
1-0 Ellis Simms ('5 )
2-0 Joel Latibeaudiere ('23 )
3-0 Ellis Simms ('27 )
4-0 Ellis Simms ('37 )
5-0 Fabio Tavares ('90 )

Hull City 1 - 1 Birmingham
1-0 Ozan Tufan ('25 )
1-1 Lucas Jutkiewicz ('82 )

Ipswich Town 3 - 2 Bristol City
0-1 Anis Mehmeti ('54 )
1-1 Ali Al-Hamadi ('62 )
1-2 Tommy Conway ('78 )
2-2 Conor Chaplin ('80 )
2-2 Ali Al-Hamadi ('86 , Misnotað víti)
3-2 Leif Davis ('89 )

Leeds 1 - 0 Stoke City
1-0 Daniel James ('33 )
Rautt spjald: Ben Pearson, Stoke City ('86)

Sunderland 0 - 1 Leicester City
0-1 Jamie Vardy ('13 )

Sheffield Wed 1 - 0 Plymouth
1-0 Djeidi Gassama ('60 )

Barnsley 2 - 2 Bolton
1-0 John McAtee ('25)
2-0 Donovan Pines ('47)
2-1 Victor Adeboyejo ('62)
2-1 Josh Sheehan, misnotað víti ('98)
2-2 Randell Williams ('98)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner