Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Haaland: Mun væntanlega klúðra fleiri dauðafærum í framtíðinni
Erling Haaland í fyrri leiknum gegn FCK.
Erling Haaland í fyrri leiknum gegn FCK.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erling Haaland klúðraði algjöru dauðafæri í sigrinum gegn Manchester United á sunnudag en skoraði seinna í leiknum þriðja mark City.

Fólk á það til að tala frekar um færaklúðrin en mörkin sem þessi ótrúlegi markaskorari skorar. Haaland, sem missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla, segist þó vera sama um umræðuna.

„Á síðasta ári skoraði ég 36 mörk og var markahæstur. Sá markahæsti á þessu tímabili hefur skorað 18 mörk svo það er hægt að horfa á það með tvennum hætti hvort þetta hefur verið gott tímabil eða ekki hjá mér," segir Haaland.

„Ég tel að við séum að gera ansi vel sem lið og það er auðvitað mikilvægast. Ég hef klúðrað færum, fullt af færum. Ég mun væntanlega klúðra fleiri dauðafærum í framtíðinni. Fólk mun gagnrýna mig, ætti ég að vera að hugsa um það? Nei."

„Ég get bætt mig á ýmsum sviðum, fólk segir að ég sé góður í að skora mörk en ég klúðraði mesta dauðafæri sögunnar fyrir tveimur dögum svo ég get bætt mig í því."

Haaland ræddi við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í dag en annað kvöld leikur City gegn FC Kaupmannahöfn í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. City vann 3-1 útisigur í fyrri leiknum í Kaupmannahöfn.

Á fréttamannafundinum var Haaland spurður út í sína framtíð en hann hefur verið orðaður við Real Madrid.

„Ég er afskaplega ánægður hér, sérstaklega með þetta fólk í kringum mig. Ég er ánægður með stjórann og stjórnina. Ég er virkilega ánægður. Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér en ég er mjög glaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner