Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland um Messi: Besti fótboltamaður sögunnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erling Braut Haaland svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir seinni leik Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hann fór víðan völl og sagðist meðal annars vera hungraður í að vinna fleiri titla með Man City. Hann viðurkennir þó að hann viti ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Haaland raðaði inn mörkunum er Man City vann þrennuna eftirsóttu á síðustu leiktíð, en var þó ekki valinn sem besti leikmaður heims. Hinn argentínski Lionel Messi hlaut þá nafnbót enn eina ferðina, þrátt fyrir að skora ekki jafn mikið og Haaland.

„Þetta er góð spurning," svaraði Haaland þegar hann var spurður hvort Messi þurfi að leggja skóna á hilluna til að Haaland geti orðið bestur í heimi. „Það er satt að hann hlaut þessi verðlaun en hann vann líka HM... þannig ég veit ekki hvað ég á að segja.

„Hann er besti fótboltamaður sögunnar að mínu mati."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner