Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Hughes yfirgefur Bournemouth í sumar - Liverpool hefur áhuga
Hughes lék einnig með Portsmouth á ferli sínum sem leikmaður.
Hughes lék einnig með Portsmouth á ferli sínum sem leikmaður.
Mynd: Getty Images
Bournemouth er búið að staðfesta ráðningu á Simon Francis sem tæknilegum yfirmanni fótboltafélagsins. Hann mun taka við starfinu í sumar, þegar Richard Hughes yfirgefur félagið.

Með ráðningunni á Francis hefur Bournemouth staðfest yfirvofandi brottför Hughes, sem er eftirsóttur af ýmsum félögum víða um Evrópu.

AS Roma var nefnt til sögunnar í vetur en núna virðist Liverpool vera líklegasti áfangastaðurinn.

Hughes er 44 ára gamall og lék yfir 150 leiki fyrir Bournemouth áður en hann lagði skóna á hilluna fyrir áratugi síðan. Hann lék einnig fimm landsleiki fyrir Skotland á ferlinum.

Hughes var ráðinn til Bournemouth undir stjórn Eddie Howe og var snöggur að vinna sig upp í stjórnunarstöðu.
Athugasemdir
banner