Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 09:05
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og PSG leiða kapphlaupið um Osimhen
Powerade
Osimhen er helsti sóknarmaður Napoli og nígeríska landsliðsins.
Osimhen er helsti sóknarmaður Napoli og nígeríska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Joelinton færist nær því að krota á blaðið.
Joelinton færist nær því að krota á blaðið.
Mynd: Getty Images
Sancho verður seldur næsta sumar.
Sancho verður seldur næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Osimhen, Alonso, Ten Hag, Pochettino, Joelinton, Hjulmand, Sancho. Hér er slúðurpakkinn í boði Powerade í öllu sínu veldi.

Manchester United og Paris St-Germain leiða kapphlaupið um nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (25) hjá Napoli fyrir sumargluggann. (Independent)

Newcastle United er nálægt því að ná samkomulagi við brasilíska miðjumanninn Joelinton (27) um nýjan samning en hann á rúmt ár eftir af núgildandi samningi. (Telegraph)

Liverpool gæti þurft að borga Bayer Leverkusen metfé fyrir stjóra, 21 milljón punda, til að fá Xabi Alonso aftur á Anfield í sumar, tvöfalt það sem félagið borgaði fyrir Spánverjann sem leikmann. (Mirror)

Leiðir Bayern München og Thomas Tuchel skilja í sumar og félagið hefur rætt við Alonso sem er líklegri til að taka við Bayern en Liverpool ef hann yfirgefur Bayer Leverkusen. (Sky Sports Þýskalandi)

Chelsea hefur áhuga á að fá Roberto De Zerbi hjá Brighton eða Ruben Amorim hjá Sporting Lissabon í stað Mauricio Pochettino. (Guardian)

Nokkrir leikmenn Manchester United telja að nýir meðeigendur félagsins muni skipta Erik ten Hag út í sumar. (Mail)

Ange Postecoglou hjá Tottenham mun hafna öllum tilboðum frá öðrum félaögum sem berast í sumar, líka ef það kemur frá Liverpool. (Football Insider)

Tottenham Hotspur sendi njósnara til að fylgjast með Morten Hjulmand (24), dönskum miðjumanni hjá Sporting Lissabon sem er með Arsenal húðflúr á öxlinni. (Record)

Manchester United hyggst selja enska vængmanninn Jadon Sancho (23) í sumar eftir lánsdvöl hans hjá Borussia Dortmund, sama hvort Erik ten Hag verði áfram stjóri United eða ekki. (Football Insider)

Newcastle hyggst senda Gambíumanninn Yankuba Minteh (19) aftur á lán á næsta tímabili. Newcastle fékk vængmanninn frá OB í Danmörku á 6 milljónir punda síðasta sumar en hann hefur verið hjá Feyenoord í Hollandi á þessu tímabili. (the i)

Real Madrid er tilbúið að hækka tilboð sitt í kanadíska vinstri bakvörðinn Alphonso Davies (23) hjá Bayern München upp í 43 milljónir punda. (Cadena Ser)

Davies vill yfirgefa Bayern en félagið hyggst frá franska vinstri bakvörðinn Theo Hernandez (26) frá AC Milan í hans stað. (Sky Sports Þýskalandi)

Vincent Kompany stjóri Burnley er áfram með stuðning æðstu manna félagsins, þrátt fyrir að vonir liðsins um að halda sér í úrvalsdeildinni sé orðnar enn minni eftir tap gegn Bournemouth á sunnudag. (Athletic)

Fjárhagsleg framtíð Everton verður í hættu um næstu mánaðamót ef möguleg yfirtaka 777 Capital verður áfram í óvissu. (Telegraph)

Chelsea sendi njósnara til að fylgjast með enska varnarmanninum Archie Brown (21) sem spilar með Gent í Belgíu. Þetta fyrrum ungstirni Derby County er einnig undir smásjá Leeds United og West Ham United. (HITC)

Portúgalski framherjinn Rafael Leao (24) hefur þaggað niður í sögusögnum um að hann gæti farið til Chelsea eða PSG. Hann segir að framtíð sín sé hjá AC Milan. (Il Corriere della Sera, via Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner