Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. mars 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Feyenoord um áhuga Bayern: Gaman að ég sé á lista!
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, var fremur þögull þegar hann var spurður út í áhuga Bayern München á honum í gær.

Bayern er í leit að þjálfara fyrir næstu leiktíð og eru nokkrir kostir sem koma til greina.

Slot er einn af að minnsta kosti fjórum þjálfurum sem koma til greina í starfið, en hinir þrír eru þeir Xabi Alonso, Roberto De Zerbi og Hansi Flick.

Hollendingurinn hefur gert stórkostlega hluti með lið Feyenoord frá því hann tók við fyrir þremur árum. Á fyrsta tímabili kom hann liðinu í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu og vann síðan hollensku deildina ári síðar.

Slot var spurður út í áhuga Bayern en hann sagði sem allra minnst við hollenska miðla.

„Ég get í raun ekki svarað því en gaman að ég sé á lista!“ sagði Slot.

Samkvæmt Sky er Xabi Alonso nú talinn líklegastur til að taka við en hann hefur rætt við félagið og virðist hallast frekar að því að fara þangað en til Liverpool.
Athugasemdir
banner