Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. september 2021 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Þetta var æðislegt
Icelandair
Andri Lucas skoraði fyrir Ísland og var stöðug ógn á þeim fáu mínútum sem hann spilaði
Andri Lucas skoraði fyrir Ísland og var stöðug ógn á þeim fáu mínútum sem hann spilaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri í leiknum gegn Rúmeníu
Andri í leiknum gegn Rúmeníu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska karlalandsliðið sem gerði jafntefli við Norður Makedóníu í kvöld, 2-2, en hann spjallaið við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn.

Andri Lucas er 19 ára gamall og fékk fyrsta kallið í landsliðið fyrir verkefnin í september.

Það kom mörgum á óvart að hann hafi verið valinn en hann sýndi og sannaði að hann á heima í hópnum.

Hann kom inná í kvöld, jafnaði metin og var mikil ógn fyrir framan markið.

„Þetta var æðislegt og að vera partur af þessu. Þetta var ekki okkar besti leikur, sloppy fyrri hálfleikur en hægt og rólega náðum við að koma inn í leikinn. Við vorum klárir í slaginn sem komu inná og náum að jafna og svo geri ég mitt besta til að hjálpa liðinu og næ að skora. Þetta var æðisleg upplifun."

„Æðisleg tilfinning og sérstaklega hérna heima á Laugardalsvelli. Að heyra alla í stúkunni fagna þessu með mér. Ég er speechless, geggjað bara,"
sagði Andri.

Eiður Smári Guðjohnsen er faðir Andra og einnig aðstoðarþjálfari landsliðsins en hann talaði um kossinn sem hann fékk frá pabba sínum í síðasta leik.

„Þetta var svona father and son moment. Þetta er auðvitað pabbi minn sem er aðstoðarþjálfari og maður reynir að halda þessu eins professional og maður getur. Hann var bara stoltur að sjá son sinn koma inná og spila sinn fyrsta landsleik."

„Þetta var alvöru boost. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá man ég ekki eftir þessu. Það var gaman að sjá þetta á myndbandi eftirá."


Gerir hann tilkall í byrjunarliðssæti eftir þennan leik?

„Hann stillir upp sínu liði. Þá ellefu leikmenn sem honum finnst mest klárir í leikinn en auðvitað stefnir maður að því og vonandi kemur að því."

Hann hafði ekki hugmynd um að hann yrði númer 22. Það var ekki fyrr en hann gekk inn í klefann fyrir Rúmeníuleikinn sem hann sá treyjunúmerið. Það fylgir því ákveðin pressa að vera í sömu treyju og pabbinn.

„Ég vissi ekki að talan mín væri 22. Ég labbaði inn í klefa á móti Rúmeníu og sá tölurnar 22 með Guðjohnsen á bakinu. Jú, fyrst en þegar maður er kominn út á völl er maður ekkert að pæla í því."
Athugasemdir
banner
banner