Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. desember 2020 20:02
Victor Pálsson
Einkunnir úr leik West Ham og Man Utd: Rashford bestur
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford fær heiðurinn af því að vera maður leiksins er Manchester United spilaði við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Man Utd mætti ekki vel til leiks á London Stadium og var 1-0 undir eftir fyrri hálfleikinn eftir mark Tomas Soucek fyrir heimamenn.

Þeir Rashford og Bruno Fernandes komu inná sem varamenn í þeim seinni og við það breyttist leikur gestaliðsins algjörlega.

Rashford, Mason Greenwood og Paul Pogba komust allir á blað til að tryggja Man Utd 3-1 sigur að lokum.

Hér má sjá einkunnagjöf Sky Sports.

West Ham: Fabianski (6), Coufal (5), Balbuena (5), Ogbonna (5), Cresswell (5), Masuaku (5), Rice (7), Soucek (7), Bowen (7), Fornals (6), Haller (5).

Varamenn: Johnson (n/a), Lanzini (5), Benrahma (5)

-----------

Man Utd: Henderson (7), Wan-Bissaka (6), Lindelof (6), Maguire (7), Telles (7), McTominay (6), Pogba (8), Greenwood (8), Van de Beek (5), Martial (6), Cavani (5).

Varamenn: Mata (7), Fernandes (8), Rashford (8)
Athugasemdir
banner
banner