Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Sigla þessu í rólegheitunum
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid er í fínum málum eftir 1-0 sigur í útileiknum.
Real Madrid er í fínum málum eftir 1-0 sigur í útileiknum.
Mynd: EPA
Fær Orri Steinn tækifæri?
Fær Orri Steinn tækifæri?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í gærkvöldi kláruðust fyrstu einvígin í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar Bayern München og Paris Saint-Germain tryggðu sig áfram.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Ingólfur Sigurðsson

Man City 2 - 0 FC Kaupmannahöfn
Þetta einvígi kláraðist eiginlega í Kaupmannahöfn um daginn. Þægilegur sigur City-manna og FCK mun aldrei sjá til sólar.

Real Madrid 2 - 0 RB Leipzig
Vinicius með bæði í öruggum sigri Real Madrid. Þjóðverjar númeri of litlir fyrir Bernabeu.

Viktor Unnar Illugason

Man City 2 - 0 FCK
City með hugann við Liverpool um helgina og siglir þessu í rólegheitunum.

Real Madrid 2 - 0 RB Leipzig
Real vinnur þennan leik þægilega 2-0 og tryggir sig áfram. Þeir skora snemma og gera út um einvígið.

Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Man City 6 - 0 FC Kaupmannahöfn
Ég get ekki séð neitt annað en slátrun hérna. Erling Haaland fengið smá hita fyrir að klikka á dauðafæri um helgina og svarar fyrir það með svona 3+ mörkum í kvöld. Foden líka verið góður ásamt mörgum öðrum reyndar svo þetta ætti að vera göngutúr í garðinum fyrir Evrópumeistarana. Millifærum eitt mark á Orra Stein ef hann fær sénsinn, annars á þetta FCK lið ekkert meira skilið ef Cornelius á að leiða þetta áfram.

Real Madrid 2 - 0 RB Leipzig
Real fer fagmannlega í gegnum þetta. Sé ekki neina sýningu endilega í kortunum en þeir gera nóg til að klára þetta. Komast tiltölulega snemma yfir og krúsa í gegnum leikinn. Jude Bellingham kemur Real yfir og Arda Guler kemur óvæntur inn með mark af bekknum.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 13
Fótbolti.net - 10
Ingólfur Sigurðsson - 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner