Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Orri Steinn byrjar á Etihad
Orri Steinn er í liði FCK
Orri Steinn er í liði FCK
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kevin de Bruyne er á bekknum hjá Man City
Kevin de Bruyne er á bekknum hjá Man City
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson er í byrjunarliði FCK sem heimsækir Evrópumeistara Manchester City á Etihad í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Síðustu daga hefur verið umræða um það að Orri gæti verið á förum frá FCK. Hann hafði ekki verið með í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins og fréttist þá af áhuga frá liðum í Noregi og Svíþjóð.

Orri Steinn er hins vegar mættur aftur í lið FCK og mun byrja á Etihad. Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum.

Erling Braut Haaland byrjar hjá heimamönnum en Kevin de Bruyne, Kyle Walker, Bernardo Silva og Phil Foden eru allir á bekknum.

Man City vann fyrri leikinn á Parken, 3-1.

Man City: Ederson; Lewis, Akanji, Rúben Dias, Gvardiol; Rodri, Matheus Nunes, Kovacic; Julián Álvarez, Haaland, Bobb

FCK: Grabara; Jelert, Vavro, McKenna, Diks; Oskarsson, Clem, Elyounoussi, Ankersen, Achouri; Froholdt

Jude Bellingham er í liði Real Madrid sem mætir Leipzig á Santiago Bernabeu. Real Madrid vann fyrri leikinn í Þýskalandi, 1-0. Báðir leikir hefjast klukkan 20:00.

Real Madrid: Lunin; Carvajal, Rüdiger, Nacho, Mendy; Fede Valverde, Tchouameni, Camavinga, Kroos; Bellingham; Vinicius

Leipzig: Gulácsi; Henrichs, Lukeba, Orban, Raum; Dani Olmo, Haidara, Schlager, Xavi Simons; Openda, Sesko.
Athugasemdir
banner
banner