Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Fjórtán ára með tvö mörk í sigri Álftnesinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Smári 2 - 3 Álftanes
1-0 Oliwia Bucko ('8 )
1-1 Klara Kristín Kjartansdóttir ('30 )
2-1 Oliwia Bucko ('32 )
2-2 Klara Kristín Kjartansdóttir ('45 )
2-3 Guðrún Embla Finnsdóttir ('74 )

Álftanes náði í sinn fyrsta sigur í C-deild Lengjubikars kvenna er liðið vann 3-2 endurkomusigur á Smára í Fagralundi í kvöld.

Oliwia Bucko kom Smára tvisvar í forystu gegn Álfnesingum en í bæði skiptin jafnaði hin 14 ára gamla Klara Kristín Kjartansdóttir.

Staðan var 2-2 í hálfleik en þegar aðeins stundarfjórðungur var eftir gerði Guðrún Embla Finnsdóttir sigurmark Álftnesinga og tryggði þeim þannig fyrsta sigurinn í bikarnum.

Álftanes er á toppnum í riðli 1 með 4 stig en Smári án stiga á botninum.
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 4 3 1 0 15 - 8 +7 10
2.    Fjölnir 4 3 0 1 16 - 7 +9 9
3.    Álftanes 4 1 2 1 8 - 10 -2 5
4.    KH 4 1 1 2 8 - 8 0 4
5.    Smári 4 0 0 4 4 - 18 -14 0
Athugasemdir
banner
banner