Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfoss fær spænskan miðvörð (Staðfest)
Jose Sanchez.
Jose Sanchez.
Mynd: Selfoss
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðvörðinn José Manuel López Sánchez um að leika með liðinu í sumar.

Sanchez er fæddur árið 1999 og er spænskur. Hann lék síðast síðast með liðinu SD Formentera nú fyrr í vetur en það lið leikur í fjórðu efstu deild á Spáni.

Hann hefur áður verið á mála hjá félögum á borð við Levante og Villarreal.

Leikmaðurinn er nú þegar mættur til landsins og mun æfa með liðinu stíft næstu vikurnar áður en Selfoss ferðast til Monte Castillo í æfingaferð í lok mars mánaðar.

Selfoss leikur í 2. deild í sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner