Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. mars 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
Zirkzee orðaður við Man Utd og Arsenal - Kimmich líklega til City
Powerade
 Zirkzee er með 10 mörk og 4 stoðsendingar í ítölsku A-deildinni.
Zirkzee er með 10 mörk og 4 stoðsendingar í ítölsku A-deildinni.
Mynd: EPA
Joshua Kimmich færist nær Manchester City.
Joshua Kimmich færist nær Manchester City.
Mynd: Getty Images
Tekur Amorim við Barcelona?
Tekur Amorim við Barcelona?
Mynd: EPA
Zirkzee, Kimmich, Neto, Guehi, Amorim, Frimpong, Kelly, Mainoo. Það er nóg af áhugaverðum molum í slúðurpakka dagsins!

Manchester United sendi njósnara til að fylgjast með hollenska sóknarmanninum Joshua Zirkzee (22) spila með Bologna gegn Atalanta á sunnudag. Zirkzee er með 10 mörk og 4 stoðsendingar í ítölsku A-deildinni á tímabilinu. (Tuttosport)

Arsenal hefur einnig áhuga á Zirkzee sem myndi kosta um 70 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)

Manchester City mun líklega skáka Liverpool í baráttunni um þýska miðjumanninn Joshua Kimmich (29) hjá Bayern München núna í sumar. (Caught Offside)

Liverpool hefur áhuga á portúgalska vængmanninum Pedro Neto (23) hjá Wolves en hefur áhyggjur af því hvað hann hefur misst af mörgum leikjum vegna meiðsla. (Football Insider)

Crystal Palace teiknar upp lista af miðvörðum sem félagið hefur áhuga á að fá þar sem búist er við því að enski varnarmaðurinn Marc Guehi (23) verði seldur í sumar fyrir yfir 50 milljónir punda. (Telegraph)

Barcelona vill fá Ruben Amorim stjóra Sporting Lissabon til að taka við af Xavi eftir tímabilið. Liverpool hefur einnig áhuga á Amorim. (Independent)

Bayern München hefur áhuga á hollenska vængbakverðinum Jeremie Frimpong (23) hjá Bayer Leverkusen. Leikmaðurinn er með riftunarákvæði upp á 34-39 milljónir punda. (Sky Sports Þýskalandi)

Newcastle er í viðræðum um að fá enska varnarmanninn Lloyd Kelly (25) frá Bournemouth á frjálsri sölu. (Mail)

Manchester United hefur hafið viðræður við miðjumanninn Kobbie Mainoo (18) um nýjan og endurbættan samning. (Manchester Evening News)

Það félag sem hyggst ráða Roberto De Zerbi í sumar þarf að borga Brighton yfir 12 milljónir punda í bætur. (Telegraph)

Barcelona mun hlusta á tilboð í spænska miðjumanninn Pedri (21) í sumar þar sem félagið hefur áhyggjur af meiðslasögu hans. (AS)

Everton hefur áhuga á Jacob Greaves (23) hjá Hull en Jarrad Branthwaite (21), miðvörður Everton, hefur verið orðaður við Manchester United og Tottenham. (Mirror)

Hull City vill fá vængmanninn Fabio Carvalho (21) alfarið frá Liverpool ef félagið nær að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er hjá Hull á lánssamningi. (i Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner