Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 06. júlí 2021 12:45
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Ítalíu og Spánar
Ciro immobile, sóknarmaður ítalska landsliðsins.
Ciro immobile, sóknarmaður ítalska landsliðsins.
Mynd: EPA
Ítalía og Spánn mætast í undanúrslitum EM alls staðar á Wembley í kvöld. Sigurliðið mætir Englandi eða Danmörku í úrslitaleiknum.

Roberto Mancini stillir væntanlega upp sama liði og vann 2-1 gegn Belgíu fyrir utan Leonardo Spinazzola sem fór í aðgerð í Finnlandi í gær og verður frá næstu mánuði vegna meiðsla.

Það má búast við jöfnum og spennandi leik en í innbyrðis viðureignum eru liðin með ellefu sigra hvort og 15 jafntefli í alls 37 leikjum.

Líklegt byrjunarlið Ítalíu: Donnarumma; Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson; Verratti, Jorginho, Barella; Chiesa, Immobile, Insigne.

Líklegt byrjunarlið Spánar: Unai Simon; Azpilicueta, Pau Torres, Laporte, Jordi Alba; Koke, Busquets, Pedri; Ferran Torres, Morata, Dani Olmo.

Dómari: Felix Brych (Þýskaland)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner