Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Óli hugsaður sem aðalmarkvörður Þróttar
Sveinn Óli Guðnason verður aðalmarkvörður Þróttara
Sveinn Óli Guðnason verður aðalmarkvörður Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Óli Guðnason, markvörður Þróttar R., skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við félagið en hann er hugsaður sem aðalmarkvörður liðsins næstu ár.

Sveinn Óli er fæddur árið 2000 en hann lék fimm leiki fyrir Þrótt í Lengjudeildinni á tímabilinu.

Hann var á láni hjá ÍR-ingum fyrri part sumarsins en snéri aftur í Laugardalinn um mitt sumar.

Franko Lalic var aðalmarkvörður Þróttar á síðasta tímabili en hann verður samningslaus á næstu dögum.

Sveinn Óli framlengdi samning sinn við Þrótt í dag og er nú samningsbundinn til 2024 en hann er hugsaður sem aðalmarkvörður liðsins næstu árin.

Þróttarar féllu niður í 2. deild eftir að hafa lent í 11. sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner