Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. nóvember 2020 13:52
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Tími Ísaks mun koma
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur vakið gríðarlega athygli með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni en stærstu félög heims eru mörg að fylgjast með honum.

Ísak er ekki í íslenska A-landsliðshópnum fyrir komandi leiki en hann verður áfram með U21 liðinu.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, segist vera hrifinn af Ísaki sem leikmanni og að hans tími muni koma.

„Ég hef hrifist mikið af honum eins og margir aðrir og frammistöðu hans, sérstaklega því hann er bara 17 ára," sagði Erik á fréttamannafundi í dag.

„Það er mikið af sögusögnum í Sviþjóð og stór félög eru að fylgjast með honum. Hann er í huga okkar en eins og ég sagði fyrir síðasta verkefni mun tími hans koma. VIð sjáum hvað gerist í þessu verkefni og í framtíðinni."

„Ég er nokkuð viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er að standa sig vel leik eftir leik í sænsku úrvalsdeildinni."

Athugasemdir
banner
banner