Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Sam Kerr efst á lista The Guardian
Sam Kerr.
Sam Kerr.
Mynd: Getty Images
Sam Kerr, framherji Chelsea og ástralska landsliðsins, hefur verið valin knattspyrnukona ársins hjá dómnefnd Guardian. Kerr hefur undanfarin tvö ár leikið með Chicago Red Stars en hún samdi við Chelsea í síðasta mánuði.

Lucy Bronze, leikmaður Lyon, var í öðru sæti á listanum en Evrópumeistararnir eiga fim leikmenn á topp tíu á listanum hjá The Guardian.

The Guardian fékk þjálfara, fyrrum leikmenn og fjölmiðlamenn til að velja knattspyrnukonu ársins en undanfarna daga hefur topp 100 listinn verið kynntur.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, var í 52. sæti á listanum.

Topp tíu
1. Sam Kerr (Chelsea)
2. Lucy Bronze (Lyon)
3. Megan Rapinoe (Reign FC)
4. Ada Hegerberg (Lyon)
5. Amandine Henry (Lyon)
6. Vivianne Miedema (Arsenal)
7. Rose Lavelle (Washington Spirit)
8. Pernille Harder (Wolfsburg
9. Wendie Renard (Lyon)
10. Eugénie Le Sommer (Lyon)

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni hjá The Guardian
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner