Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: West Ham með sitt sterkasta lið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fara átta leikir af stað klukkan 20:00 í Evrópukeppnum í kvöld, fjórir í Evrópudeildinni og fjórir í Sambandsdeildinni.

AC Milan, West Ham, Villarreal, Benfica, Rangers og Marseille eru meðal liða sem mæta til leiks og má sjá helstu byrjunarliðin hér fyrir neðan.

Milan tekur á móti Slavia Prag og teflir fram sínu sterkasta byrjunarliði, þar sem Rafael Leao, Ruben Loftus-Cheek, Christian Pulisic og Olivier Giroud eru meðal byrjunarliðsmanna - ásamt Mike Maignan og Theo Hernandez.

David Moyes, þjálfari West Ham, mætir til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, þar sem Jarrod Bowen og Mohammed Kudus leiða sóknarlínuna. Lucas Paquetá byrjar á miðjunni ásamt Edson Alvarez og James Ward-Prowse.

West Ham heimsækir sterkt lið Freiburg til Þýskalands og má búast við spennandi slag.

Pierre-Emerick Aubameyang er í byrjunarliði Marseille gegn Villarreal, ásamt Ismaila Sarr, Geoffrey Kondogbia og Chancel Mbemba. Gestirnir frá Spáni eru með sterkt lið sem inniheldur meðal annars Pepe Reina, Eric Bailly og Francis Coquelin, auk Goncalo Guedes og Gerard Moreno.

Að lokum má finna Angel Di Maria í byrjunarliði Benfica gegn Rangers, ásamt Arthur Cabral og David Neres. Fabio Silva og Dujon Sterling eru meðal byrjunarilðsmanna Rangers, ásamt John Lundstram og hinum ómissandi James Tavernier.

Milan: Maignan, Florenzi, Kjær, Gabbia, Hernandez, Adli, Reijnders, Loftus-Cheek, Leao, Pulisic, Giroud

West Ham: Fabianski, Coufal, Mavropanos, Zouma, Emerson, Alvarez, Ward-Prowse, Soucek, Paqueta, Kudus, Bowen

Marseille: Lopez, Clauss, Mbemba, Balerdi, Merlin, Veretout, Kondogbia, Harit, Ndiaye, Sarr, Aubameyang

Villarreal: Reina, Mosquera, Mandi, Bailly, Cuenca, Akhomach, Comesana, Coquelin, Baena, Moreno, Guedes
Athugasemdir
banner
banner
banner