Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 19:49
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Liverpool skoraði fimm - Roma rúllaði yfir Brighton
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það var þremur leikjum að ljúka í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að Sporting og Atalanta gerðu jafntefli í fyrsta leik útsláttarkeppninnar í gær.

Liverpool heimsótti Sparta Prag til Tékklands og rúllaði yfir andstæðingana sína, þar sem Darwin Nunez skoraði tvö glæsileg mörk í fyrri hálfleik, eftir að Alexis Mac Allister hafði skorað úr vítaspyrnu.

Eina mark heimamanna kom í upphafi síðari hálfleiks, þegar Conor Bradley varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Sparta minnkaði stöðuna þannig í 1-3 en Luis Diaz og Dominik Szoboszlai áttu eftir að skora í þægilegum sigri á útivelli.

Mohamed Salah kom inn af bekknum á 74. mínútu og lék sinn fyrsta leik frá því í febrúar.

Roberto De Zerbi og lærisveinar hans í Brighton & Hove Albion snúa hins vegar ekki aftur til Englands með bros á vör eftir að hafa fengið skell í Róm.

Paulo Dybala og Romelu Lukaku skoruðu í fyrri hálfleik áður en Gianluca Mancini og Bryan Cristante kláruðu dæmið í síðari hálfleik. AS Roma vann 4-0 sigur gegn bitlausum gestum frá Brighton og eru lærisveinar Daniele De Rossi komnir með níu tær í 8-liða úrslitin.

Þýska toppliðið Bayer Leverkusen heimsótti Qarabag og lenti tveimur mörkum undir fyrir leikhlé en tókst að jafna í síðari hálfleik.

Florian Wirtz og Patrick Schick komu inn af bekknum til að jafna metin fyrir seinni viðureignina.

Heimamenn í Qarabag voru sterkari aðilinn stærsta hluta leiksins en lærisveinar Xabi Alonso gerðu vel að koma til baka eftir að hafa átt góðan síðari hálfleik.

Sparta Prag 1 - 5 Liverpool
0-1 Alexis MacAllister ('7 , víti)
0-2 Darwin Nunez ('25 )
0-3 Darwin Nunez ('45 )
1-4 Conor Bradley ('46 , sjálfsmark)
1-4 Luis Diaz ('53 )
1-5 Dominik Szoboszlai ('90 )

Roma 4 - 0 Brighton
1-0 Paulo Dybala ('13 )
2-0 Romelu Lukaku ('43 )
3-0 Gianluca Mancini ('64 )
4-0 Bryan Cristante ('68 )

Qarabag 2 - 2 Bayer
1-0 Yassine Benzia ('26 )
2-0 Juninho ('45 )
2-1 Florian Wirtz ('70 )
2-2 Patrik Schick ('90 )
Athugasemdir
banner
banner