Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhugar lögsókn eftir að myndir voru birtar af einkaskilaboðum
Mark Robins, stjóri Coventry.
Mark Robins, stjóri Coventry.
Mynd: Getty Images
Dean Austin, sem er yfirmaður leikmannamála hjá Coventry, íhugar nú lögsókn eftir að WhatsApp skilaboð hans voru birt á samfélagsmiðlum.

Austin var staddur á leik Watford og Swansea í Championship-deildinni á dögunum þar sem hann fylgdist með Watford, næstu mótherjum Coventry.

Hann var í samskiptum við Mark Robins, stjóra Coventry, og umboðsmanninn Rob Segal á meðan leiknum stóð en maður sem sat fyrir aftan hann á vellinum tók myndir af síma Austin og birti þær á samfélagsmiðlum.

Í skilaboðunum tala þeir meðal annars um framtíð Valerien Ismael, stjóra Watford. „Ég vona að hann verði ekki rekinn fyrir laugardaginn," segir Austin í skilaboðum til Robins en þeir voru ekki hrifnir af frammistöðu Watford í leiknum.

Austin telur að þarna hafi friðhelgi sín verið brotin og íhugar lögsókn. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem voru birtar.


Athugasemdir
banner
banner
banner