Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matheus Nunes lenti í ógeðslegum meiðslum
Matheus Nunes.
Matheus Nunes.
Mynd: EPA
Matheus Nunes, miðjumaður Manchester City, varð fyrir afar ljótum meiðslum þegar Manchester City lagði FC Kaupmannahöfn að velli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Nunes, sem var keyptur frá Úlfunum fyrir 53 milljónir punda síðasta sumar, fékk að byrja leikinn en um miðjan seinni hálfleikinn varð hann fyrir ljótum meiðslum.

Hann rann á vellinum og lenti illa á vinstri hönd sinni. Sársaukinn var greinilega mikill en Nunes puttabrotnaði þarna illa.

Myndir af Nunes eftir að hann meiddist fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum en við vörum viðkvæma við þeim. Hægt er að sjá myndina hér fyrir neðan.

Nunes var snögglega skipt af velli fyrir ungstirnið Micah Hamilton en það er spurning hvort að hann fái leyfi til að spila í stórleiknum gegn Manchester City á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner