Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 16:37
Elvar Geir Magnússon
Olsson með afar sjaldgæfan sjúkdóm í heila - Framtíðin í óvissu
Kristoffer Olsson í landsleik með Svíþjóð í október síðastliðnum.
Kristoffer Olsson í landsleik með Svíþjóð í október síðastliðnum.
Mynd: Getty Images
Sænski miðjumaðurinn Kristoffer Olsson, leikmaður Midtjylland í Danmörku, hefur verið í öndunarvél á sjúkrahúsi síðan hann missti meðvitund á heimili sínu þann 20. febrúar.

Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé með mikinn fjölda lítilla blóðtappa á báðum hliðum heilans. Það sé afleiðing af afar sjaldgæfum bólgusjúkdómi í heilaæðum hans.

Ástand Olsson er sagt stöðugt og læknar sjái framfarir, auk þess sem þeir telji að meðvitund hans sé að aukast.

Læknarnir hyggjast hægt og rólega taka Olsson úr öndunarvélinni. Hann er hinsvegar áfram á gjörgæslu og ekki er enn hægt að segja neitt um tímaramma eða endanlegar horfur.

Olsson er 28 ára gamall en hann var hjá Arsenal í upphafi ferilsins. Ásamt því að spila með Midtjylland þá hefur hann leikið með AIK í Svíþjóð, Krasnodar í Rússlandi og Anderlecht í Belgíu á ferli sínum. Hann á þá að baki 47 A-landsleiki fyrir Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner