Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Fiorentina vann í sjö marka leik
Þægilegt fyrir Fenerbahce
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fjórum síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Sambandsdeildinni, þar sem Fiorentina vann dramatískan sigur gegn Maccabi Haifa eftir fjöruga viðureign.

Liðin skiptust á að skora og var staðan orðin 3-3 eftir 73 mínútur þrátt fyrir yfirburði gestanna frá Flórens, en liðin mættust á hlutlausum velli í Búdapest vegna stríðsástands í Ísrael og Palestínu.

Miðjumaðurinn Show fékk að líta seinna gula spjaldið sitt á 80. mínútu og tókst Antonin Barak að skora sigurmark Fiorentina í uppbótartíma gegn tíu andstæðingum.

Lærisveinar Vincenzo Italiano eru því með forystu fyrir heimaleikinn gegn Maccabi.

Michy Batshuayi og Dusan Tadic voru þá meðal markaskorara í góðum sigri Fenerbahce á útivelli gegn Royale Union SG í Belgíu.

Caglar Söyüncü var í byrjunarliði Fenerbahce og lagði fyrsta mark leiksins upp en þurfti svo að fara meiddur af velli á 35. mínútu. Edin Dzeko byrjaði á bekknum en fékk að spreyta sig á lokakaflanum og lagði upp annað mark leiksins í 0-3 sigri.

Fred og Cengiz Ünder voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Fenerbahce og kom Rade Krunic inn af bekknum. Joshua King var fjarverandi vegna meiðsla.

Dinamo Zagreb lagði þá PAOK að velli með tveimur mörkum gegn engu, þar sem Bruno Petkovic sá um markaskorunina.

Að lokum gerðu Servette og Viktoria Plzen markalaust jafntefli í Sviss.

Maccabi Haifa 3 - 4 Fiorentina
0-1 M'Bala Nzola ('2 )
1-1 Abdoulaye Seck ('12 )
2-1 Gadi Kinda ('29 )
2-2 Lucas Beltran ('58 )
3-2 Anan Khalaili ('67 )
3-3 Rolando Mandragora ('73 )
3-4 Antonin Barak ('90 )
Rautt spjald: Show, Maccabi Haifa ('80)

St. Gilloise 0 - 3 Fenerbahce
0-1 Michy Batshuayi ('20 )
0-2 Jayden Oosterwolde ('84 )
0-3 Dusan Tadic ('90 , víti)

Dinamo Zagreb 2 - 0 PAOK
1-0 Bruno Petkovic ('37 )
2-0 Bruno Petkovic ('71 )

Servette 0 - 0 Plzen
Athugasemdir
banner
banner
banner