Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr aftur til Man Utd eftir gríðarlega misheppnaða lánsdvöl
Oyedele hér fyrir miðju.
Oyedele hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Maxi Oyedele hefur snúið aftur til Manchester United eftir afar misheppnaða lánsdvöl hjá Forest Green Rovers.

Oyedele, sem er 19 ára gamall miðjumaður, var lánaður til Forest Green sem er í D-deild á Englandi í janúar. Hann átti að vera þar í sex mánuði en entist bara í sex vikur.

Hann var fenginn til Forest Green þegar Troy Deeney var enn þjálfari liðsins. Eftir að Steve Cotterill tók við liðinu þá fékk Oyedele aðeins að spila 63 mínútur og var hann gagnrýndur af þjálfaranum fyrir spilamennsku sína.

Samkvæmt Daily Mail þá er búist við því að Oyedele muni spila með U21 liði Man Utd út tímabilið.

Oyedele hefur verið hjá United frá því hann var átta ára gamall og var hluti af liði félagsins sem FA-bikar unglingaliða árið 2022. Hann er unglingalandsliðsmaður Póllands.
Athugasemdir
banner
banner