Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel sagður opinn fyrir því að snúa aftur til Chelsea
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel mun yfirgefa Bayern München í sumar en Bild segir að þjálfarinn sé ekki að hugsa um að fara í frí; ef rétta tækifærið kemur upp, þá er hann tilbúinn að taka það að sér strax.

Tuchel er sagður hvað spenntastur fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og þar hefur verið talað um Manchester United.

En hann útilokar ekki að snúa aftur til Chelsea.

Tuchel stýrði Chelsea frá janúar 2021 til september 2022, en hann var rekinn eftir að hann náði ekki vel saman við Todd Boehly sem hafði þá nýlega tekið við eignarhaldi félagsins.

Núna segir Bild hins vegar frá því að Tuchel sé opinn fyrir því að vinna aftur með Boehly en bandaríski eigandinn skilur það núna að Chelsea var mun sterkara með Tuchel á hliðarlínunni. Undir stjórn Þjóðverjans vann Chelsea Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner