Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 07. ágúst 2018 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Met Alisson strax bætt? - Chelsea að taka Arrizabalaga
Kepa Arrizabalaga.
Kepa Arrizabalaga.
Mynd: Getty Images
Courtois er á leið til Real Madrid.
Courtois er á leið til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur samþykkt að greiða Athletic Bilbao 71 milljón punda fyrir spænska markvörðinn Kepa Arrizabalaga. Frá þessu greinir Matt Law, blaðamaður Telegraph.

Thibaut Courtois vill fara til Real Madrid en hann hefur skrópað á æfingum síðustu tvo daga.

Maurizio Sarri ætlar ekki að neyða Courtois að vera áfram og er Chelsea núna að vinna hratt í markvarðarkaupum. Jack Butland, markvörður Stoke, hefur verið orðaður við félagið en samkvæmt Telegraph, og öðrum enskum fjölmiðlum, er félagið að næla í Arrizabalaga frá Bilbao.

Hinn 23 ára gamli Arrizabalga er með riftunarverð upp á 71 milljón punda í samningi sínum og er Chelsea tilbúið að greiða það.

Samkvæmt heimildum Telegraph mun Arrizabalaga halda til Englands á morgun.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á fimmtudaginn.

Arrizabalaga er 23 ára. Hann fór til Bilbao 10 ára gamall og hefur verið hjá félaginu síðan. Hann var hluti af spænska landsliðinu sem spilaði á HM í sumar, var þar varamarkvörður fyrir David de Gea. Arrizabalaga á einn landsleik að baki fyrir Spánverja.

Ef kaupin ganga í gegn verður hann dýrasti markvörður sögunnar. Hann mun taka met Alisson sem fór til Liverpool fyrr í sumar. Alisson kostaði Liverpool 67 milljónir punda.

Courtois fær þá ósk sína uppfylta og fer til Real Madrid. Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic gæti farið frá Real til Chelsea á láni sem hluti af kaupunum á Courtois. Talað er um að Real muni borga í kringum 40 milljónir punda fyrir Courtois.



Athugasemdir
banner
banner